VEL TAMIN SÖLUHROSS ALHLIÐA ÞJÁLFUNARMIÐSTÖÐ GLÆSILEG SUMARHÚS TIL LEIGU ALLAN ÁRSINS HRING REIÐKENNSLA NÁMSKEIÐ OG EINKATÍMAR

METNAÐARFULL HROSSARÆKT - FYRIRMYNDARAÐSTAÐA

ÞJÓNUSTA

Margrétarhof

Við ræktum hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof en nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof. Einnig er rekin alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, bæði helgarnámskeið og einkatíma, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð og vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi. Nýtt mjög rúmgott 43 hesta hús er á staðnum ásamt reiðhöll sem er 20 x 50 svo að aðstaðan er öll til fyrirmyndar. Einnig erum við með 4 góð sumarhús til leigu allan ársins hring með gistingu fyrir allt að 15-20 manns.

HROSSIN OKKAR

Á Margrétarhofi höfum við skýr ræktunarmarkmið og reynum eftir fremsta megni að búa yfir ræktunarhryssum og stóðhestum til að rækta hross í samræmi við það. Við ræktum ekki neina sérstaka ættlínu, enda er okkur sama hvaðan gott kemur svo framarlega sem það hefur útlit, hæfileika og geðslag sem okkur líkar.

Margétarhof

SÖLUHROSS

Að Króki í Ásahrepp höfum við ávallt góð og vel tamin hross til sölu. Hvort sem þú ert að leita af ungu og efnilegu trippi eða vel þjálfuðu keppnishrossi, þá endilega hafðu samband og við gerum okkar besta í að liðsinna þér í leit þinni að draumahestinum.

VILTU VITA MEIRA?

Ef þú vilt vita meira um okkar starfsemi þá erum við ávallt reiðubúin að svara fyrirspurnum. Smelltu á hnappinn hér að neðan og skildu eftir skilaboð.
  

FRÉTTABRÉF


Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu fréttir og tilkynningar frá okkur!