/ by /   Fréttir / 0 comments

Frábær endir á kynbótasýningum vorsins!

Það má heldur betur segja að þessi vika hafi gengið býsna vel hjá okkur!

Við sýndum 5 hross á seinni vikunni á Gaddstaðaflötum, sem öll fóru í fyrstu verðlaun og samtals hlutu þau 16×9 og 2×9.5 fyrir hæfileika!
Við erum í skýjunum með þessi hross og óskum eigendum til hamingju með gæðingana sína

Hrossin sem fóru voru:

Kveikur frá StangarlækKveikur frá Stangarlæk, 5 vetra
F: Sjóður frá Kirkjubæ
M: Raketta frá Kjarnholtum
Keikur var sýndur sem klárhestur í ár og hlaut 9 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og vilja, og hvorki meira né minna en 8.51 fyrir byggingu!
Glæsilegur gæðingur sem á eftir að fara enn hærra einn daginn!
Ae: 8.35

19095484_692434674275527_8108875066871699192_oArya frá Garðshorni, 5 vetra
F: Fáfnir frá Hvolsvelli
M: Elding frá Lambanesi
Alhliða hryssa, sammæða m.a. Hersi frá Lambanesi.
Hlaut 9 fyrir hægt tölt og fet, 8.5 fyrir skeið, vilja, fegurð og hægt stökk.
Ae: 8.29

19221752_692435380942123_3304579951457774747_oKastanía frá Breiðstöðum, 6 vetra
F: Blysfari frá Fremra-Hálsi
M: Ófelía frá Breiðstöðum
Frábær klárhryssa með 5 níur fyrir hæfileika, en hún hlaut 9 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og fegurð í reið.
Ae: 8.27

19238231_692435560942105_174755517419996047_oÓskar frá Breiðstöðum, 6 vetra
F: Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum
M: Fantasía irá Breiðstöðum
Frábær klárhestur sem fór í 9.5 fyrir stökk, 9 fyrir tölt, fegurð í reið og hægt stökk og 8.5 rest.
Keppnishestur sem hefur farið í 7.38 í fjórgangi.
Ae: 8.15

Djásn frá Litla-MoshvoliDjásn frá Litla-Moshvoli, 5 vetra
F: Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum
M: Drífa frá Stokkhólma
Gríðarlega efnileg tölthryssa hér á ferð en hún hlaut hvorki meira né minna en 9.5 fyrir hægt tölt og 9 fyrir tölt og fegurð í reið.
Ae: 8.01

SHARE THIS