/ by /   Fréttir / 0 comments

Fyrstu hrossin í dóm

Þá erum við búin að fara með fyrstu hrossin í í dóm á þessu ári.
Við fórum með 6 hross á kynbótasýninguna á Hellu, þar af fimm í fullnaðardóm.

Hrossin sem fóru voru :

Halla frá Flekkudal, gríðarlega efnileg 5 vetra hryssa undan Pyttlu frá Flekkudal og Sæ frá Bakkakoti. Hlaut hún m.a. 9 fyrir tölt og fegurði í reið og 8.5 fyrir rest, nema stökk, þar fékk hún 8, hún var sýnd sem klárhryssa í ár. Frábær hryssa sem á eftir að fara enn hærra á næstu árum.

Ný-Dönsk frá Lækjarbakka, klárhryssa undan Gusti frá Lækjarbakka og Írafár frá Akureyri. Hún fékk 9 fyrir fegurð í reið og hægt tölt, 8.5 fyrir tölt, brokk, stökk og vilja og geðslag.

Gjálp frá Hvammi, klárhryssa undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Unu frá Hvammi hlaut 9 fyrir stökk, 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk.

Sól frá Meðalfelli undan Esju frá Meðalfelli og Leiftri frá Akurgerði.
Gullfalleg hryssa sem hlaut 8.44 fyrir sköpulag og 8 fyrir flestar gangtegundir.

Héla frá Króki undan Greifa frá Holtsmúla og Svölu frá Glæsibæ, hlaut 8.5 fyrir tölt og 8 fyrir flestar aðrar gangtegundir.

Svo fór einn stóðhestur í byggingardóm, Mosfellingur frá Meðalfelli og hlaut hann 7.98.

Myndirnar voru teknar af Svanhildi Jónsdóttir.

SHARE THIS