Greipur frá Syðri-Völlum

Svartur

Greipur er flottur 12 vetra gamall fimmgangshestur. Hann er búinn að fara sem nemendahestur á 3. árið við Hólaskóla svo hann er mikið og vel taminn. Hann er stór og öflugur hestur en jafnframt mjög auðveldur og góður í reið.

Greipur er með mjög góðar gangtegundir og hefur náð góðum árangri á keppnisvellinum í yngri flokkum, bæði í íþrótta- og gæðingakeppni.
Tilvalinn hestur fyrir fimmgang, slaktaumatölt og gæðingaskeið.

* Auðveldur alhliða geldingur

* Mikið og vel taminn

* Jafnar og góðar gangtegundir

Greipur frá Syðri-Völlum

  • Fæðingarnúmer IS2004155900
  • Faðir Adam frá Ásmundarstöðum (8.36)
  • Móðir Vaka frá Sigmundarstöðum (7.24)
  • Kynbótamat 103