Þróttur frá Margrétarhofi

Grár

Þróttur er aðeins 4 vetra gamall en efnilegur er hann. Hann er stór og öflugur, svo ekki sé minnst á myndarlegur og litfagur. Hann er einstaklega geðgóður og meðfærilegur á allan hátt.

Þróttur er alhliða geldingur og er með allar gangtegundir góðar þrátt fyrir ungan aldur, en með auknum styrt og aldri á hann eftir að bæta sig enn meira. Tilvalin efniviður fyrir metnaðarfullan og góðan knapa sem vill byggja upp alvöru keppnishest.

* Einstaklega gott geðslag

* Stór og öflugur

* Feikna efnilegur keppnishestur

Þróttur frá Margrétarhofi

  • Fæðingarnúmer IS2012101037
  • Faðir Héðinn frá Feti (8.62)
  • Móðir Snilld frá Búðardal (8.05)
  • Kynbótamat 115