/ by /   Fréttir / 0 comments

Gleðilegt nýtt ár!

Síðustu dagar hjá okkur hafa farið í að týna inn í tandurhreint og fínt hesthúsið alla gæðingana sem verða inni í vetur en við verðum með einstaklega mikið af góðum og skemmtilegum hrossum inni þetta árið.
Nokkur virkilega spennandi ung hross bæði frá okkur sjálfum sem og öðrum sem stefnt er með í dóm í vor, við munun kynna einhver þeirra nánar hér á síðunni seinna ?
Svo erum við að verða búin að koma okkur upp góðum keppnishrossum, sem eru að vísu frekar ung og óreynd ennþá en mjög spennandi verkefni fyrir komandi ár.

Rétt fyrir jólin þá löguðum við gólfið í reiðhöllinni hjá okkur, tættum það upp og bættum hvítum sandi og furuflís í það, og er það að koma alveg svakalega vel út núna þegar við erum farin að prófa það almennilega, svo það gerir veturinn enn meira spennandi! ?

SHARE THIS