/ by /   Fréttir / 0 comments

Fyrsta kennsluhelgin í Reiðmanninum

Þá er fyrstu kennsluhelgi á þessu ári lokið í Reiðmanninum 3. Þetta er í fyrsta skiptið sem 3. árið er kennt hérna hjá okkur og fer það mjög vel af stað, skemmtilegur 12 manna hópur og góð hross.

Reiðmaðurinn hefur áður verið kenndur hérna, 1. og 2. árið en ekki það þriðja. Helsti munurinn á þessum árum er að á 3. árinu er námið miðað meira að einstaklingnum og hans hesti, og nemandinn þarf að nota æfingar og aðferðir sem hann lærði á fyrsta og öðru árinu til að bæta hestinn sinn, en á fyrri árunum var meira verið að kenna nemendunum helstu æfingarnar og hvernig þær virka og eiga að vera.

En seinni önnin á 2. árinu heldur áfram hérna og er fyrsta helgin hjá þeim í næstu viku.

SHARE THIS