/ by /   Fréttir / 0 comments

Ný heimasíða!

Nú erum við búin að láta gera fyrir okkur nýja heimasíðu, það var kominn tími á að uppfæra útlit, upplýsingar um hross og bústaðina sem við erum með til leigu hérna hjá okkur.
Við erum mjög ánægð með nýtt og bætt útlit og ætlum að vera duglegri að smella inn myndum og fréttum af starfinu á Króki!

Það hefur verið í nógu að snúast hjá okkur í haust, en við frumtömdum rúmlega 25 hross, bæði frá okkur og frá öðrum.
Við vorum með flest þeirra í ca 2 mánuði og öll voru þau orðin mjög vel reiðfær og farin að stíga vel í tölt.
Við settum þau svo út í frí þar til við tökum efnilegustu merarnar og stóhestana inn í janúar og stefnum með eitthvað af þeim í dóm í vor.

Svo erum við núna að taka folöldin undan mæðrum sínum, en við tökum þau inn í hús í nokkra daga og gerum þau vel bandvön og lyftum á þeim löppum, svona til að auðvelda okkur vinnuna eftir 3 ár þegar þau koma í frumtamningu.
Jólahreingerningin fer að fara af stað, en við ætlum að moka út úr hesthúsinu, þrífa og mála fyrir jól svo það sé allt hreint og fínt þegar við byrjum aftur fersk eftir jólafrí ?

img_1423

SHARE THIS