Dögg frá Hvoli

Brún

Dögg er frábær 1. verðlauna meri undan hinum margrómaða Aronssyni, Oliver frá Kvistum og heiðursverðlaunahryssunni Sóldögg frá Hvoli, svo það eru engar smá kanónur í ættartré Daggar.

Í sumar hlaut hún 8.48 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og vilja og geðslag og keppti einnig á Landsmóti 2016 í ungmennaflokki. Hún er mjög viljug og rúm og hentar öllum. Dögg er í þjálfun og er stefnt aftur með hana í dóm næsta vor.

* 1. verðlauna meri m. 9 fyrir skeið og vilja

* Toppættuð

* Viljug og rúm á öllum gangi

Dögg frá Hvoli

  • Fæðingarnúmer IS2010282011
  • Faðir Oliver frá Kvistum (8.67)
  • Móðir Sóldögg frá Hvoli (8.43)
  • Kynbótamat 125