Álfamey frá Dufþaksholti

Leirljósskjótt, höttótt, blesótt

Nú er tækifærið til að eignast eina bestu merina á nýafstöðnu Landsmóti, en Álfamey varð í 6. sæti flokki 5 vetra hryssna á LM 2016. Hún hlaut þar 8.49 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir vilja og geðslag og fet.

Álfamey er einstaklega geðgóð og hæfileikarík hryssa en hún á jafnframt ennþá inni ef vilji væri fyrir hendi. Hún er fylfull við tvöfalda landsmótssigurvegarann Ölni frá Akranesi. Virkilega spennandi tækifæri til að hefja metnaðarfulla ræktun.

* 1. verðlauna meri m. 8.49 fyrir hæfileika

* Einstaklega geðgóð og hæfileikarík

* Fylfull við Ölni frá Akranesi

Álfamey frá Dufþaksholti

  • Fæðingarnúmer IS2011280900
  • Faðir Álfsteinn frá Hvolsvelli (8.17)
  • Móðir Orka frá Dufþaksholti
  • Kynbótamat 114