Á Króki í Ásahrepp er rekið hrossaræktarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof.
Nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof (www.mhof.se). Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8-10 góðum merum. Einnig er rekið alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, bæði helgarnámskeið og einkatíma, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi.

  • Alhliða þjálfunarmiðstöð
  • Reiðkennsla, helgarnámskeið og einkatímar
  • Vel tamin söluhross
  • Fóðrun og uppeldi

Nýtt mjög rúmgott 43 hesta hús er á staðnum ásamt reiðhöll sem er 20×50 svo aðstaðan er öll til fyrirmyndar.

AÐSTAÐAN

Hver erum við?

Montan fjölskyldan

Eigendur

Montan fjölskyldunni hafði lengi dreymt um að eignast sinn eigin stað á Íslandi þegar jörðin Krókur kom á sölu. Þar fundu þau sinn draumastað og hafa byggt upp af miklum myndarskap bæði bú og býli.

Montan fjölskyldan eru hjónin Göran og Viveca Montan og börnin þeirra, Alexandra Montan, Gry Filippa Montan og Beata Moberg. Öll fjölskyldan stundar útreiðar og þjálfun af miklu kappi ásamt því að vera keppendur í fremstu röð bæði í Svíþjóð og utan þess.

Reynir Örn Pálmason

Bústjóri

Reynir Örn er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og kennir bæði hér heima og erlendis, ásamt því að vera íþróttadómari. Hann starfaði lengi í Svíþjóð og hefur náð mjög góðum árangri í keppni.

Síðustu ár hefur Reynir verið í fremstu röð bæði í fimmgangi og slaktaumatölti á Greifa frá Holtsmúla. Þeir urðu samanlagðir sigurvegarar í fimmgangsgreinum og í 2. sæti bæði í fimmgangi og slaktaumatölti á HM2015 í Herning.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Þjálfari

Aðalheiður Anna er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og kennir bæði hérlendis og erlendis, ásamt því að sinna tamningu og þjálfun hrossanna að Króki.

Aðalheiður hefur náð góðum árangri á bæði keppnis- og kynbótabrautinni undanfarin ár og hefur verið tilnefnd sem íþróttakona Mosfellsbæjar, fyrir agaða og fágaða reiðmennsku.

STAÐSETNING

Margrétarhof er staðsett á Króki í Ásahreppi. Smelltu hér til að skoða kort.

SÍMI

+354 691-9050

Hafðu samband